mánudagur, desember 20, 2004

Það sem ég var að skrifa datt út ... þetta helvítis blogg má fara til andskotans og allt það helvítis pakk sem stendur á bak við það og allt það skítapakk sem á ekkert líf og eyðir öllum sínum helvítis stundum að lesa um annað skítapakk ... gleðileg jól

sunnudagur, desember 19, 2004

Ekkert betra en að vakna og vera eins og nýburi í framan ... krumpaður, blábleikur og fínn. Það var tekið á því í gær ... svona rétt til að kveðja DK, áður en maður heldur til Íslands. Ég get ekki sagt að ég muni eftir síðustu 2 klst. gærdagsins. Þannig að ef ég hef sagt eða gert eitthvað vitlaust þá biðst ég velvirðingar. En þar sem ég er svo vel upp alinn þá hef ég engar áhyggjur á því, að ég hafi hagað mér illa. Ég er að reyna að koma mér í gang með einhverjar teikningar sem ég þarf að skila af mér áður en ég fer til landsins í norðri. Það þýðir að ég þarf að gera þær í dag. Nei, ég er ekki upplagður í það.

laugardagur, desember 18, 2004

Ég dreg langt strik yfir ... svoleiðis er það. Ekkert að skrifa. Erum að bíða eftir Eggerti sem er snillingur. Vorum að tala, því það er gott að tala. Já ég er drukkinn og það er snoturt " gang i mellem".

miðvikudagur, desember 15, 2004

Hva ... er ég enn á lífi. Það er nú líkast til. Allt gott að frétta héðan. Sonurinn fær fleiri tennur og er farinn að skamma foreldra sína með sínu kalda "nei-i". Konan á fullu í vinnu og skóla. Ég, já ég hef engan tíma til að vera atvinnulaus. Það hefur ekki verið jafnmikið að gera hjá mér síðan ég bjó á Íslandinu góða. Það á að koma til landsins 21 des og við munum halda okkur á klakanum til 3 jan. Þannig að ef það er einhver sem vill brjótast inn hjá okkur, þá er þetta tíminn. Veit svo sem ekki hverju væri hægt að stela. Jú við eigum sjónvarp og bækur og geisladiska og bækur og brennivín og bækur og tölvu og bækur og myndavél (sem verður reyndar með okkur á landinu) og bækur og fjóra bolla frá hinu konunglega og bækur og bakkamonspil og bækur ... svona get ég haldið áfram að telja. Nú spyrjið þið eflaust, hvað er með þessar bækur ? Já ég get nú heldur betur sagt ykkur það. Við eigum svo ofboðslega mikið af bókum og dóti því tengdu að það hálfa væri nóg og vitið þið hvað, við getum ekki hætt að fá okkur fleiri bækur, ég er ekki búinn að lesa nema brot af því sem við eigum. Að búa í 42 fermetrum og finna fyrir því að maður á of mikið af bókum er skiljanlegt, en það er ekki glæta í mínu litla lífi að ég komi til með að henda einni bók út. Svo er ég að fara að byrja í skólanum 3.jan og þá fáum við fleiri bækur. Ingibjörg er hreint út sagt að rifna af gleði yfir þessari söfnunaráráttu minni. Hvað haldiði að hún fái í Jólagjöf ?!