föstudagur, janúar 25, 2008

Þá er ég búinn að gera upp önnina og framundan er vinna og smá verkefni sem ég er að fara að vinna með einum Jakub, meira um það síðar. Annað er svo sem ekki að frétta, allir í þokkalegu stuði og heilsan er ekki að hrella neinn eða frekar þá heilsuleysið. Framundan eru bókanir um allar jarðir og það er bara til að gleðja mann yfir þessa síðustu gráu vetrardaga. Það er munaður að komast loksins í bókaskápinn okkar og byrja að lesa allar þær bækur sem hafa safnast saman þar á síðustu mánuðum. Já eitthvað allt annað en fornleifafræði, kalaallit eða kirkjubyggingar frá miðöldum. Einn góðan Jökulsson og þaðan beint í þýðingar Gunnars Dal á smásögum Tolstoys. Ég get ekki beðið.
Að lokum: áfram samfylkingarsjálfstæðisframsóknarfrjálslyndivinstrigræniflokkurinn, gleymdi ég einhverjum...?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home