þriðjudagur, júlí 17, 2007

Haldiði ekki bara að það hafi fæðst drengur í gær ca 23:30. Öllum heilsast vel og ég er á leiðinni til þeirra núna jibbí kóla hvað það er gaman í dag. Björn var svaka hrifinn en honum fannst það samt betri fréttir að skóginum væri aflýst í dag... já já svona er það bara. Sumir eru glaðir yfir DowJones og aðrir yfir því að fá mat á borðið. En hérna koma myndir!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HAHA er eg fyrst til ad oska til hamingju!!! Til hamingju fjolskylda og eg segi bara, draumurinn kom i ljos Ingibjorg....hlakka til ad sja myndir...koma svo!!! kv. Familian Flint i L-201

5:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju.. Fyndið að frétta af því sama daginn að einhver sé óléttur og að hann sé búinn að eiga ;) Við erum greinilega ekki í miklu sambandi !

En nú eruð þið orðin fyrirmyndar vísitölu fjölskylda. Húrra fyrir því, litla strák, stóra bróður, mömmunni og pabbanum..

Bestu kveðjur
Anna Begga

11:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku fjölskylda.
Til hamingju með litla prinsinn, hann er algjör krúttköggull.
Við viljum meina að droparnir tíu heima hjá okkur seinni partinn í gær hafi komið þessu öllu af stað :-)
Hlökkum til að kíkja til ykkar og dást að drengjunum.
Kveðja úr L-506

1:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku.

12:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home