laugardagur, september 18, 2004

Það munar ekki um það ... það var heldur betur tekið á því í dag. Icebikers voru með fund í dag, 75 % mæting sem er það besta hingað til !! Einn og hálfur tími í óbyggðum Amager, með öllu tilheyrandi. Þar komum að tveim jeppamönnum ... já þeir eru líka til hérna í Danmörku, þar sem annar jeppinn lá á hlið í gjótu í brekku. Þið skiljið. Og var hinn jeppinn að rétta hann við með smá kaðli, en það tókst. Við Icebikersmenn voru sammála um það að þessir menn væru ekki í réttu landi. Uppháir heimagerðir jeppar og þeir í svona bílaviðgerðargalla, þá á ég ekki við að þeir væru í svona samfesting eða eitthvað svoleiðis nei nei skítugar gallabuxur og þykk snjáð peysa með derhúfu. Helvíti flottir ... en í danmörku ... ekki að virka. Við feðgar áttum áhyggjulaust kvöld meðan frúin tók á því. Ég komst í feitt þegar Örn Ingi, maðurinn á 3.hæð, sendi mér eitt sem heitir CS ground zero. Það er svona tölvuspil. Ég gleymdi mér alveg yfir því og varð heldur betur hissa hvað Ingibjörg kom snemma heim í nótt ... hún benti mér á að klukkan væri 4 !!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home