sunnudagur, september 19, 2004

Sunnudagur=Þvottadagur.
Ég man reyndar ekkert hvað gert var í dag ... ekkert merkilegt sennilega. Sátum reyndar úti við feðgar og drukkum kaffi og átum sand, þegar Gunni mætti á svæðið með dóttur sína. Hann er einn af meðlimum Icebikers og var hann að segja mér frá þeirri ferð sem við erum að fara í á miðvikudag, 26 km af sandi og möl í myrkum skógi ... snilld !! Nú er komið kvöld og er ég á leið út að fá mér kaffibolla, ekki það að við gerum vont kaffi ó nei hérna á okkar heimili er einungis bruggað Zoega kaffi. Það þarf ekki að segja meir. Ekkert annað svo sem ... jú kannski eitt hérna í viðbót fyrir þá sem ekki sáu fréttir. Kommúnistar og Nýnasistar með meirihluta í Þýskalandi. Brave New World ... hehe

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta er allt að koma ...

2:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home