sunnudagur, mars 20, 2005

Þessi helgi er búinn að tæma mig algjörlega. Skilaði lokaverkefninu í skólanum síðasta miðvikudag. Svo var verið að fara yfir allt saman á föstudaginn. Kl 12 sat ég á barnum með Halli til klukkan 17, kom við heima til að skipta um föt. Áfram niður í bæ hitti þar Tóta bró ásamt fríðu föruneyti. Drekka meira ... þaðan á Mojo, drekka meira. Síðan hitti ég Christian ásamt fríðu föruneyti ... drekka meira. Fékk síðan besta varamann í sögunni, Palla, til að taka við af mér ... í því að drekka. Kom heim kl03, þá búinn að vera í stuði í 15 tíma. Vaknaði daginn eftir kl9:30, stálsleginn og ég sem hélt að ég væri að eldast. Í dag var svo tekinn 40 km hjólatúr um hverfið. Endaði í Dragör ofnaí byrgi takandi myndir í myrkri. Barasta gaman. Núna sit ég hér ... einmitt ... og er að slá sjálfan mig í hausinn yfir því að ég er að fara að vinna á morgun og þriðjudag. Svo á nefnilega að fara til Búlgaríu í fimm daga, þannig að ég er alveg í þannig stuði að gera ekkert þangað til. En jæja svona var maður víst alinn upp. Ekki meira í bili í dag ... hendi einni mynd með þessu og náttúrulega gullkornið ...
"Það var eins og hún væri alltaf að hjóla í mótbyr og það var í mótbyr sem ég heilsaði henni fyrst" - Göran Tunström

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home