miðvikudagur, mars 09, 2005

Það á að afhenda myndir á morgun ... ég kláraði allt í dag og var reyndar svo flottur á því að ég afhenti líka. Ég verð að muna VERÐ AÐ MUNA að taka mikið af kaffi með mér á morgun svo ég sofni ekki. Það á nefnilega að sýna allt það sem á að skila inn á morgun, takk fyrir. Við erum að tala um lágmark 7 til 9 myndir á mann sinnum 35 manns. Geta orðið allt að 315 myndir. Já ég get ekki sagt annað en það að ég vona að ég verði ekki með þeim síðustu. Það er ekki hægt ... 300 myndir á einum degi og allir eiga að hafa skoðun á öllu, það á að tala um allt og ekkert í myndunum. Okei svona er þetta ... einu sinni fór ég á þjóðmynjasafn Dana með Kjartani bróður mínum. Ég man hvernig þetta byrjaði allt vel, við gáfum okkur góðan tíma í að skoða allt, niður í minnstu smáatriði. Ekkert stress ... svona Sound of music fílingur ... þið vitið tímalaust áhyggjuleysi (það er að segja áður en nazistarnir komu, en hei það vita allir hvað ég er að tala um). Áður en við vissum af vorum við farnir að hlaupa í gegnum heilu aldirnar ... allt blandaðist saman í eitt Eskimói - Afríkani - bátasmíði á bronsöld ... allt varð eitt og um leið tilgangslaust. Við fórum út án þess að sjá allt ... og vorum svo fegnir. Töluðum reyndar um það að ef maður hefði meiri tíma þá gæti maður séð þetta betur ... en við vissum báðir að við vorum að ljúga.
300 myndir ... ég finn til með þeim sem sýna síðast ... nei ég er að ljúga ... ég finn til með sjálfum mér að þurfa að sitja í svona langan tíma.
"Hann greip af öllu afli í skuggann til að halda jafnvægi og hann greip af öllu afli í skuggann."- Sjón

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home