fimmtudagur, apríl 26, 2007

þá eru liðnir 27 dagar síðan að ég neytti áfengis og reykti mínar ljúfu Kings. Það er samt allt í lagi með mig. Þetta er reyndar búið að fara dálítið í taugarnar á karlpeningnum í kringum mig. Nú er það ekki lengur ég sem kem síðastur heim eftir bæjarferð eða "stutt" stopp í kjallaranum. Nei og það er ekki lengur ég sem tæli menn í suddafullt fillerí á þriðjudögum (í aprílmánuði).
Málið er það að við skandinavíubræður skoruðum á hvorn annan að drekka hvorki né reykja í apríl til að sýna fram á það að maður væri nú ekki háður þessum "lystisemdum lífsins" og ég er ansi hræddur um það að ég framlengi þessu að hluta til út sumarið. Því ekki.
En ég lofa því að þegar að ég er orðinn gamall og rykfallinn þá ætla ég að reykja pípu og drekka glas af ódýru wiskýi á hverjum degi og hananú!

Hvað er betra en að ljúka þessu með vorvísu Steins Steinarrs

Hægur andvari
húmblárrar nætur
um hug minn fer.

Ást mína og hamingju
enginn þekkir
og enginn sér.

Og ljóð mitt ber samskonar
svip og það,
sem ekki er.

aka dú dú dú

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju ólafur.... ég skal reykja pípu með þér á elliárunum og kannski meira að segja drekka ódýrt wisky líka....;)halldóran

2:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home