miðvikudagur, apríl 25, 2007

Sat í gær og át í mig fróðleik um sociologiuna bakvið prímítív exchange og í gær sat það í mér, all verulega. Í dag er ég að lesa grein eftir Wenzel og ég skil þetta alltsaman eins og ég sjálfur hafi upplifað ningigtuq og akpallugiit og síðar skrifað greinina "the social economy of sharing", með útgangspunkt í Clyde samfélagið frá árunum... ja eigum við að segja frá 1940 til 1990.
Já í dag er sól og það er allt að ganga upp. Fótbolti á eftir, fyrst sjálfur og svo að horfa. Kvöldið verður tekið með trompi, vakna snemma á morgun og skrifa það sem ég ætla mér að segja í "innlegginu" á morgun. Auður systir kemur á morgun með Pálmari sínum, sem reyndar kemur frá Þýskalandi og stefnan er tekin á Svíþjóð á laugardag að heimsækja Þórð Hrólf, aka Tóta bró.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home