miðvikudagur, mars 26, 2008

Jæja þá er það ákveðið. Björn og ég sjálfur verðum á Íslandi frá 2 apríl, sem er miðvikudagur og fram á mánudaginn 7. apríl. Þetta þýðir það að við ætlum að reyna að hitta allt þetta góða fólk sem býr á eyjunni í norðri. Það eina er að ég er að fara að ljósmynda yfir helgina, þannig að ef fólk er með einhverjar óskir þá er endilega að senda línu. Ég veit að Björn hugsar mest um það að hitta Einar Stein og Arnald, sjálfur vill ég bara detta í það, það er svo helvíti ódýrt að drekka á Íslandi núna þar sem krónan er í botni. Nei það er nú ekki það eina sem ég vill, það er svo margt annað en það. En það er sum sé ákveðið og búið að ganga frá því. Miðvikudagur fram á mánudag, mega sega kreisí gott stöff !!

5 Comments:

Blogger Heiðrún said...

Ég pant fá Björn að gista eina nótt, amk. væri alveg til í að fara með þér paa fyllan, en ég held að ég komi því bara ekki við. Kannski Esjuferð?

9:15 f.h.  
Blogger Frú Elgaard said...

Klukk klukk klukk, við viljum eða bara heimtum allaveg eitt alminnilegt matarklúbbs komsammanstamtam....

12:59 e.h.  
Blogger Unknown said...

já þetta er bara snilld, matur, drykkur og gönguferð. Ég er að pissa í mig af spenning!

1:30 e.h.  
Blogger Sigurður Högni Jónsson said...

ég get örugglega komið nokkrum bjórum inn í mín stífu plön.

5:59 e.h.  
Blogger Unknown said...

Sigurður Högni, ég hlakka til !

6:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home