sunnudagur, mars 30, 2008

Ég er að reyna að gera einhver plön fyrir komandi Íslandsför, en hef komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla ekki að plana neitt... ha já ég er djarfur tarfur. Ég ætla að bjóða syni mínum í hádegisverð á Horninu það er það eina sem ég er búinn að plana. Björn Rafnar veit ekki einu sinni hvað Hornið er í Reykjavík. Ég sagði bara flatbaka við hann og hann var seldur, annað verður sagt um mig, ég er farinn að missa svefn yfir því að eftir tíu daga verðum við feðgar á Íslandi. Finn það reyndar hjá eiginkonu minni að hana er farið að langa dálítið með, sérstaklega þegar ég sit með Birni og rumsa því útúr mér hvað við ætlum að gera og hverja við erum að fara að hitta og bla bla bla.
Veikindi er enn gestur á okkar heimili, Ingibjörg og Björn skelltu sér samt út til Fjalars áðan, Úlfurinn sefur og ég er að safna orku fyrir morgundaginn. Veðrið er þetta týpíska íslenska gluggaveður, sól en rok og já frekar kalt - en það er að koma vor, það hlýtur að fara að koma vor !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home