þriðjudagur, júní 28, 2005

Það eru að renna á mig tvær grímur varðandi þetta sumarfrí. Allt það sem ég var búinn að ákveða að gera og það sem ég ætlaði ekki að gera er farið að skorðast heldur betur. Ég er ekki búinn að taka eina mynd, ég hef engan áhuga á að standa inní myrkraherbergi, ég las fyrsta daginn í fríinu og ég er ekkert búinn að standa á línuskautum. Annars er ég búinn að drekka óhóflega mikið kaffi, éta súkkulaði eins og ég fái það launað og hanga eins og Jesús forðum. Hvað er að gerast á ég að drulla mér út og finna mér vinnu eða hvað. Á ég detta ofan í samviskudrullupollinn eða á ég bara að halda áfram að vera í fríi = drekkaétaoggeraekkert ? Góð spurning sem ég ætla ekki að eyða meiri tíma í ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home