sunnudagur, maí 18, 2008

Ég vona að bræður mínir á Íslandi séu ekki farnir að örvænta eftir myndum... þetta er allt að leka í gegn. Lenti í smá hasaríi í skóla og vinnu, bara stuð en kostaði mig bara meiri tíma en ég bjóst við. Annars er allt gott að frétta héðan, próf í byrjun júní, þá er þessi önn búin. Úlfur stækkar og eflist í skapi og Björn er bara besti bráðum fimm ára drengurinn á mínu heimili. Frúin, hún tekur sumarið í sig og verður bara fallegri með hverjum degi. Ég sjálfur sit á vinnustaðnum og reyni að lesa lagabálka um söfn og varðveislu, allt í lagi svosem.
Annað, þegar að maður er búinn að vera einn heima yfir heila helgi, þar sem fjölskyldan skellti sér til Suður Jótlands, þá verður maður ansi súr í restina. Það er að segja að þessir föstu rammar sem maður lifir við og styður við eru ekki alveg á sama stað - meira svona langt frá. Það er tildæmis ekkert gaman að elda góðan mat fyrir einn - og borða svo afganginn næsta dag, einn! Eða það að vakna og vera búinn að vera á fótum í fjóra tíma án þess að sjá aðra manneskju eða segja orð. Magnaður andskoti. Jæja best að skella sér í "þurrfóðrið" aftur.

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Til hamingju með afmælið!
Rokk on í partýi!

4:12 e.h.  
Blogger Heiðrún said...

já til hamingju með afmælið, elsku kúturinn minn.

7:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home